Nýlistasafnið 1978-2008

(English below)

Áríð 2010 gaf Nýlistasafnið út bókina Nýlistasafnið 1978-2008.

Tilefni útgáfunnar var að fagna 30 ára afmæli safnsins, sem var 5. janúar 2008.

Frá stofnun hefur Nýlistasafnið – Nýló verið mikilvægur þáttur í íslensku samfélagi og menningarumhverfi. Safnið er stofnað og rekið af listamönnum og hefur sinnt hlutverki sínu sem sýninga- og umræðuvettvangur með því að skipuleggja alþjóðlega listviðburði og tengjast ýmsum menningarstofnunum innanlands sem utan.

Tilgangurinn með ritinu er að ná utan um sýningasögu safnsins og vera heimild um merka stofnun í myndlist samtímans.

Með þessari útgáfu er skjala- og gagnasafn safnsins opnað og þannig er áhugasömum gefin innsýn í hvernig safnið hefur kynnt sig og starfsemi sína í gegnum tíðina. Í ritinu er að finna grunnupplýsingar um starfsemi og hlutverk safnsins og miðast uppsetning þess fyrst og fremst við að auðvelt sé að leita upplýsinga og hafa ánægju af um leið.

Ritið er mikilvægt uppflettirit fyrir alla þá hafa áhuga á samtímamyndlist, grafískri hönnun, menningar- og safnafræði.

360 bls. / pages
ISBN 978-9979-70-674-8
Ritstjórn / Editor: Tinna Guðmundsdóttir
Hönnun / Designer: Ármann Agnarsson

A Retrospective: the Living Art Museum 1978-2008 marks the 30th anniversary of the founding of the Living Art Museum in Reykjavík, Iceland.

From the start, the Living Art Museum – Nýló, an artist-run initiative, has been a key player in the Icelandic cultural society, and has cultivated its role as a forum for exhibitions and critical discourse by organizing international art events and forming connections with cultural institutions domestically and internationally.

The purpose of this volume is to assemble the museum’s exhibition history, as a source book on contemporary art.

Its publication lays open the museum archive and offers insight to those interested in how the museum has presented and run itself through the years. It contains basic information on the museum’s mission and programs, organized primarily to allow for ease and enjoyment in looking up and locating information.

The volume is an important reference guide for all those interested in contemporary art, graphic design, museum and cultural studies.

Auglýsingar